Samspilið milli hins heilaga og vanheilaga í handritum og prentuðum bókum á tveimur ólíkum tímabilum í íslenskri bókmenntasögu, sautjándu öld og nítjándu öld, er viðfangsefni þessa verkefnis. Á báðum tímaskeiðum var tilhneiging til að líta niður á það sem kallað var hjátrúarfullt og smekklaust og ýta þannig til hliðar ákveðnum tegundum kveðskapar og sagna og koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra. Mörkin milli æskilegra og óæskilegra bókmennta færðust stöðugt til á því þriggja alda skeiði sem hér um ræðir. Í verkefninu verður skoðað hvernig bókmenntalegir textar hafa verið meðhöndlaðir á ákveðnum tímaskeiðum, þar á meðal hvernig reynt var með ýmsum aðferðum að halda hinum vanheilögu rímum niðri og hvernig sumir trúarlegir textar voru afhelgaðir vegna breyttra viðhorfa, einkum hjá þeim sem stjórnuðu prentverkinu á hverjum tíma.
Aðstandendur verkefnisins
Magrét Eggertsdóttir

Katelin Parsons

